Fréttir
  • Markaðsdagurinn 2017

Ásókn í sölubása

Um tuttugu aðilar hafa skráð sig fyrir bás og margs konar varningur verður í boði. 

Þar má nefna prjónavörur úr íslenskri ull, eyrnalokka, hárspennur, hálsmen, handmáluð kort og myndir, bakkelsi ýmiskonar, slím og rabbabarapæ, dúkkur og blöðrur, kleinur, vínarbrauð og snúða, töskur, borðdúka, borðbúnað, lyklakippur, skartgripi alls konar, leikföng, harðfisk, málverk, popp, kaffi, hamborgara og tælenskt ljúfmeti.

Það eru allir velkomnir á markaðsdaginn í Bolungarvík og muna að hafa með sér reiðufé því margir söluaðilanna taka ekki kort. 

Það er hægt að verða sér úti um bás með því að fylla út meðfylgjandi umsóknarform (Google Drive).