Fréttir
  • Dagur leikskólans 2017

Dagur leikskólans

Að þessu sinni er dagurinn helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og það dregið fram sem hefur áunnist síðastliðið ár, t.d. með kynningarátakinu framtíðarstarfið. 

Leikskólinn Glaðheimar sendir frá sér stutt myndband á hverjum degi alla vikuna til þess að gefa foreldrum og íbúum innsýn í það starf sem unnið er í leikskólanum okkar. 

Fyrsta myndbandið sýnir hvað það er gaman í Gleðheimum og hvað skólinn fæst við flesta daga. En næstu myndbönd munu veita innsýn í námsþætti og hvernig unnið er með þá.

Samstarfsaðilar um dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.