Fréttir
  • Kjörgögn

Framboðslistar 2018

Kjörstjórn Bolungarvíkur fór á fundi sínum í dag yfir framboðslistana ásamt umboðsmönnum þeirra. Formaður kallaði eftir athugasemdum við kjörgengi listafulltrúa og við meðmælendur og engar athugasemdir komu fram á fundinum. 

Formaður kallaði eftir athugasemdum við skipan kjörstjórnar en Hörður Snorrason víkur sem varamaður þar sem hann er á framboðslista en að öðru leyti bárust engar athugasemdir.

Formaður kallaði því næst eftir athugasemdum við listabókstafi og var niðurstaða þeirrar umræðu að listi Framlags noti listabókstafinn Y. 

Eftirfarandi framboðslistar standa kjósendum til boða. 

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra

  1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur, Holtastíg 18
  2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Traðarlandi 18
  3. Katrín Pálsdóttir, viðskiptastjóri, Skólastíg 11
  4. Kristján Jón Guðmundsson, rekstrarstjóri, Vitastíg 11
  5. Birgir Örn Birgisson, rafvirki, Völusteinsstræti 24
  6. Kristín Ósk Jónsdóttir, sálfræðinemi, Völusteinsstræti 20
  7. Helga Svandís Helgadóttir, kennari, Hólastíg 1
  8. Einar Guðmundsson, skipstjóri, Hólastíg 5
  9. Oddur Andri Thomasson Ahrens, rekstrarstjóri, Miðstræti 17
  10. Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri, Völusteinsstræti 5
  11. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, Vitastíg 10
  12. Bjarki Einarsson, sjómaður, Völusteinsstræti 15
  13. Hulda Birna Albertsdóttir, sérfræðingur, Völusteinsstræti 3
  14. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri, Brúnalandi 7

K-listi Máttar meyja og manna

  1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, deildarstjóri, Traðarstíg 6
  2. Hjörtur Traustason, rafvirki og tónlistarmaður, Hlíðarveg 16
  3. Magnús Ingi Jónsson, ferðamálafræðingur, Hjallastræti 28
  4. Helga Jónsdóttir, grunnskólakennari, Miðstræti 8
  5. Margrét Jómundsdóttir, sjúkraliðanemi, Miðstræti 11
  6. Halldór Guðjón Jóhannsson, verslunarstjóri, Grundarstíg 3
  7. Monika Gawek, stuðningsfulltrúi, Traðarlandi 21
  8. Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, launafulltrúi, Traðarstíg 13
  9. Hörður Snorrason, sjómaður, Traðarlandi 6
  10. Sigurður Guðmundur Sverrisson, verkstjóri, Hlíðarstræti 22
  11. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri, Traðarstíg 1
  12. Gunnar Hallsson, forstöðumaður, Hjallastræti 23
  13. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður, Hanhóli
  14. Matthildur Finnborg Guðmundsdóttir, póstafgreiðslumaður og gjaldkeri, Hólsveg 7

Y-listi Framlags

  1. Jón Hafþór Marteinsson, íbúi, Skólastíg 17
  2. Nikólína Beck Þorvaldsdóttir, íbúi, Heiðarbrún 2
  3. Bjarni Pétursson, íbúi, Völusteinsstræti 14
  4. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, íbúi, Skólastíg 17
  5. Auðun Jóhann Elvarsson, íbúi, Völusteinsstræti 18
  6. Kristinn Orri Hjaltason, íbúi, Vitastíg 19
  7. Hálfdán Guðröðarson, íbúi, Hafnargötu 120
  8. Jón Marteinn Guðröðsson, íbúi, Skólastíg 17

Kjörfundur fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 26. maí 2018 og stendur frá kl. 10:00 til kl. 21:00. 

Fundurinn beinir þeim tilmælum til kjörfundarfólks og kjósenda að taka hvorki tölvur, síma, myndavélar eða annan upptökubúnað inn á kjörfund og það sama gildi um veski og handtöskur. Í boði verða viðeigandi geymslur fyrir kjósendur að varðveita þessa hluti meðan kosið er.