Fréttir
  • Grunnskóli Bolungarvíkur

Matráður óskast

Upphaf starfs: 17. júlí 2018 
Starfsheiti: Matráður I 
Starfshlutfall: 100% 

Lýsing á starfinu: Almenn vinna í mötuneyti leik- og grunnskóla. Í starfinu felst meðal annars undirbúningur, skipulag og framreiðsla á mat, frágangur, þrif og innkaup. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðina. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er æskileg.

Vinnutími: Dagvinna, sveigjanlegur vinnutími. Unnið eftir samþykktu skóladagatali leik- og Grunnskóla Bolungarvíkur.

Launakjör: Laun og önnur starfsskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi séttarfélag. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2018.

Nánari upplýsingar: Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur. stefania@bolungarvik.is eða 456-7129.