Fréttir
  • Samfés - Samvest

Samvest 2018

Gert er ráð fyrir aðalæfingu sama dag kl. 14-16 en keppnin hefst kl. 19:30 og að henni lokinni verður ball til kl. 23:00. 

Miðaverð fyrir söngkeppnina er 1.000 kr. og miðaverð fyrir söngkeppni og ball er 1.500 kr. 

Keppendur geta skráð sig í Samvest söngkeppnina gegnum viðeigandi skráningarform til og með 5. febrúar. 

Úr reglum keppninnar

  • Allir flytjendur í keppninni þurfa að vera á aldrinum 13-16 ára eða úr 8.-10. bekk. 
  • Hvert lið má hafa einn eða fleiri söngvara ásamt bakröddum, hljóðfæraleikurum og dönsurum.
  • Ef sungið er með fyrirfram uppteknu undirspili skal senda undirspilið á netfangið helgi@bolungarvik.is í síðasta lagi mánudaginn 5. febrúar.
  • Upptekið undirspil skal vera algjörlega án forsöngs en má vera með bakröddum. 

Að öðru leyti er hér vísað til reglna í úrslitakeppni Söngkeppni Samfés.

Samvest er forkeppni á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Samfés söngkeppnina sem fer fram laugardaginn 24. mars 2018 í Laugardalshöllinni í Reykjavík.