Laus störf
  • Íþróttamiðstöðin Árbær

Forstöðumaður Árbæjar

24.7.2018

Starfið skiptist í 80% starf í vaktavinnufyrirkomulagi og 20% stjórnunarstarf.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar heyrir undir bæjarstjóra. 

Helstu verkefni

  • Yfirstjórn daglegrar starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar
  • Fara að lögum, almennum verklagsreglum og reglugerðum sem um starfsemina gilda eða fyrirmælum bæjarstjóra þegar við á
  • Ábyrgð á umgengni um eignir íþróttamiðstöðvarinnar og skynsamlega nýtingu þeirra
  • Skrásetning og sýnataka úr laugum ásamt mælaálestri
  • Eftirlit með tækjum og áhöldum þannig að búnaður sé ávallt í lagi
  • Ábyrgð á starfsmannahaldi íþróttamiðstöðvarinnar
  • Semja og fylgja eftir vaktafyrirkomulagi íþróttamiðstöðvarinnar
  • Yfirumsjón með innkaupum og birgðastöðu á rekstrarvörum
  • Samskipti við skólastjórnendur leik- og grunnskóla Bolungarvíkur, stjórn UMFB og aðra aðila sem eru með starfsemi í íþróttamiðstöðinni
  • Halda utan um tölfræði vegna notkunar íþróttamiðstöðvarinnar
  • Halda utan um útsenda reikninga og önnur slík samskipti við skrifstofu vegna uppgjörsmála
  • Koma að markaðssetningu íþróttamiðstöðvarinnar
  • Stjórna aðgerðum í samræmi við neyðaráætlun

Hæfnikröfur

  • Áhugi og skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi
  • Stúdentspróf eða iðnmenntun er æskileg
  • Gerð er krafa um góða alhliða tölvukunnáttu s.s. Excel og Word, kostur ef viðkomandi hefur kunnáttu og þekkingu á Navision skráningarkerfi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Góðir leiðtogahæfileikar, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Rík þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af stjórnunarstörfum, gerð fjárhagsáætlana og annarra áætlana
  • Snyrtimennska og góð framkoma
  • Skyndihjálparkunnátta og standast hæfnispróf sundstaða 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, í síma 450-7000 eða tölvupóst jonpall@bolungarvik.is. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2018.

Umsóknir skulu sendar til Jóns Páls á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.