Viðburðir

  • Einar Guðfinnsson
  • 17. maí 2018, Einarshús í Bolungarvík

Einars leikur Guðfinnssonar

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sjónleik um Einar Guðfinnsson.

Einars leikur Guðfinnssonar rekur sögu athafnamannsins sem breytti þorp í bæ með einstökum hætti og dugnaði. 

Hann er ekki nema 26 ára þegar hann sest að í Bolungarvík með tvær hendur tómar en nær að byggja upp eigið veldi sem á fáa sína líka. 

Hér er á ferð saga sem snertir við öllum, er bæði fræðandi og upplýsandi og þá ekki síst fyrir æskuna og gesti Bolungarvíkur sem geta hér fengið söguna beint í æð með göldrum leikhússins. Einars saga er gott dæmi um það að allt er hægt með viljanum. 

Frumsýnt 17. maí 2018 í Einarshúsi.