Viðburðir

  • Heilsufarsmæling
  • 24. maí 2017, 14:00 - 17:00, Bolungarvík

Heilsufarsmæling

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnanir Vestfjarða og Vesturlands munu bjóða Bolvíkingum ókeypis heilsufarsmælingu 24. maí næstkomandi.

Mælt verður á heilsugæslunni í Bolungarvík miðvikudaginn 24. maí kl. 14-17.

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. 

Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma verður í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.