Viðburðir

  • Þuríðardagurinn
  • 31. maí 2018, 20:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Þuríðardagurinn

Þuríðardagurinn verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 20:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Þuríðardagurinn er haldinn fimmtudaginn fyrir sjómannadag til heiðurs formóðurinni sem seiddi fiskinn í Djúpið sem hefur verið lífsbjörg Bolvíkinga og íbúa við Djúp um aldir. 

Markmiðið með Þuríðardegi er aðgera landnámskonu Bolungarvíkur, Þuríði sundafylli sýnilegri og tengsl hennar við sjávarfang og sjávarútveg, minnast kvenna við Djúp allt frá landnámi fram á þennan dag, sjómannskvenna, fiskverkunarkvenna, alþýðukvenna, hvunndagshetja, kvenfrumkvöðla, landnema og innflytjenda og safna saman frásögnum af konum sem hafa sett sinn svip sinn á vestfirskt samfélag. 

Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar úr ríki hafsins.

Dagskrá Þuríðardags 2018 verður auglýst nánar síðar.

Sjómannadagshelgin 2018