Viðburðir

  • Vestfirska vorið
  • 5. maí 2017 - 6. maí 2017, 13:00 - 16:30, Flateyri

Vestfirska vorið

Málþing á Flateyri 5.–6. maí 2017 um stöðu smærri byggðarlaga, að Hafnarbakka 8, Flateyri, kaffistofu gamla hraðfrystihússins sem nú hýsir Ísfell hf.

Að málþinginu standa Perlur fjarðarins ehf. Flateyri, félagið Hús og fólk Flateyri og ýmsir heimamenn á Flateyri í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Markmið málþingsins er vekja athygli á vestfirsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi. Heimamenn, fræðimenn og gestir munu skiptast á skoðunum í von um að umræða er tæki mið af reynsluheimi íbúa dreifðra byggða, þekkingu og sýn fræðimanna muni efla skilning á stöðu mála, viðfangsefnum og hugsanlegum úrræðum. 

Fyrirlesarar verða Dr. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, Dr.Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, Jóns Sigurðssonar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Dr. Kristinn Hermannsson, hagfræðingur, lektor við Glasgow-háskóla, Skotlandi. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur, Flateyri, Kristján Torfi Einarsson, útgerðarmaður og sjómaður, Flateyri og Jóhanna G. Kristjánsdóttir menntunarfræðingur Flateyri.

Nánari upplýsingar: Jóhanna Kristjánsdóttir - Sími: 4567626 / 8642943 - Netfang: johanna@snerpa.is.