• Betri Bolungarvík

Betri Bolungarvík

Betri Bolungarvík er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum árið 2018.

Betri Bolungarvík er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum árið 2018.

Betri Bolungarvík er þáttur í því að auka aðkomu íbúa að virkni sveitarfélagsins og efla lýðræði í Bolungarvíkurkaupstað. 

Verkefni af þessum toga kallast þátttökufjárhagsáætlun. Þeir íbúafundir sem haldir hafa verið í sveitarfélaginu eru t.d. annar þáttur í því að auka lýðræði í Bolungarvík.

Verkefnið er þrískipt:

1. Hugmyndir að verkefnum

Á sérstökum samfélagsvef geta íbúar lagt fram hugmyndir að verkefnum og reifað þær. Þegar safn verkefna liggur fyrir eru þau metin og í kjölfarið eru álitleg verkefni kostnaðargreind.

2. Valferli

Íbúum, 18 ára og eldri með lögheimili í Bolungarvík, er boðið að velja þau verkefni sem þeim líst best á í hópi kostnaðargreindra verkefna. Hver íbúi má aðeins velja einu sinni. Niðurstaða valferlisins er ráðgefandi fyrir stjórn bæjarins. 

3. Framkvæmd

Framkvæmdaáætlun fyrir valin verkefni er lögð fram á vef.

Áhersluþættir 

  • Verkefnin eiga að varða umhverfi á bæjarlandi og vera innan þéttbýlis.
  • Verkefnin eiga að vera til fjárfestingar en ekki rekstrar.
  • Líftími fjárfestinga skal vera að lágmarki 5 ár.
  • Verkefnin eiga að vera í samræmi við skipulag.
  • Verkefnin eiga að vera að fullu á forræði Bolungarvíkurkaupstaðar og geta ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélög.
  • Matshópur fer yfir hugmyndir að verkefnum og ákveður hvaða verkefni verða sett í valferli.
  • Viðmiðunardagur kjörskrár er 15. apríl 2018.
  • Þriggja manna kjörnefnd metur og telur atkvæði sem berast.