• Bolungarvík og Syðridalur

Endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkur

Gildandi aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn Bolungarvíkur 2. maí 2011 og hefur ekki verið breytt síðan.

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag sem stýrir því hvar og hvernig við búum og störfum. 

Í aðalskipulagi kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.