Fréttir
  • Stigið á bak

Hesthúsahverfi við Sand

Deiliskipulagssvæðið er staðsett norðan við núverandi hesthúsabyggð. Núverandi hesthúsabyggð er á snjóflóðahættusvæði C. Mörg snjóflóð hafa fallið á svæðið og hafa ollið tjóni á mannvirkjum. Aðalskipulag Bolungarvíkur 2008–2020, gerir ráð fyrir að flytja hesthúsahverfið út fyrir snjóflóðahættusvæðið. Hesthúsahverfið verður stækkað til norð-austurs og allar byggingar verða utan snjóflóðahættusvæðis.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð liggur frammi á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is, frá og með 4. maí 2020 til og með 15. júní 2020.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15. júní 2020.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráðhúsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Bolungarvík 4. maí 2020.
Gísli Gunnlaugsson, skipulags- og byggingarfulltrúi