• Opið bókhald

Opið bókhald

Íbúar og aðrir vefnotendur geta farið inn á svæði sem birtir fjárhagsupplýsingar sveitafélagsins. 

Þar gefst kostur á að fylgjast með hreyfingum fjármagns sem um sveitarfélagið fara. Veflausnin býður upp á myndræna framsetningu í súluritum, kökum og hlutfallsmyndum. 


Veflausnin er unnin í samvinnu við Wise-lausnir sem halda utan um bókhaldskerfi sveitarfélagsins. 

Veflausnin er hluti af Navision og notast við vöruhús gagna og Microsoft Power BI. Lausnin sækir gögn í bókhald sveitarfélagsins sem uppfærast jafn óðum. Hægt að sækja gögn aftur til ársins 2016. 

Þegar komið er inn á síðuna er hægt að velja fjóra yfirflokka.

  • Hvert fara peningarnir - allir flokkar.
  • Hvaðan koma peningarnir og þar er hægt að sjá skiptinguna á skatttekjum.
  • Hvert fara peningarnir - greining en þar er hægt að fara inn á hverja deild til að skoða bæði tekjur, vörukaup og þjónustukaup og hverjir eru helstu lánadrottnar.
  • Hvert fara peningarnir – lánadrottnar en þar má sjá alla lánadrottna eftir stærð. 

Hægt er að takmarka val við nokkra þætti í stað allra með því að nota  „ctrl“-takka lyklaborðsins til að velja viðkomandi þætti. Til að hreinsa er ýtt á strokleðrið fyrir ofan valgluggana.

Með þessari lausn leggur sveitarfélagið sitt að mörkum til að upplýsa skattgreiðendur og notendur þjónustu í sveitarfélaginu um það hvert peningarnar okkar fara.