Viðburðir

  • Matilda - söngleikur
  • 25. nóvember 2017 - 26. nóvember 2017, Félagsheimilið Bolungarvík

Matilda - söngleikur

Leiklistarhópur Halldóru sýnir söngleikinn Matilda í Félagsheimilinu í Bolungarvík síðustu helgina í nóvember. 

 

Söngleikurinn fjallar um lítinn snilling að nafni Matilda, hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og í skólanum þarf hún að horfa upp á mikið óréttlæti. Matilda reynir að berjast gegn öllu óréttlætinu og segir að stundum sé í lagi að gera það sem er bannað. 

Sýningin er stútfull af gleði, drama, tónlist og sprelli. 

 

Í sýningunni leika 27 krakkar á aldrinum 8-15 ára og leikstjórinn er Halldóra Jónasdóttir. 

Höfundur sögunnar er Roald Dahl en Dennis Kelly samdi söngleikinn með tónlist Tim Minchen. 

Þýðandi verksins og allra söngtexta er leikstjórinn, Halldóra. 

Miðaverð er 1.000 krónur og við vonumst til að sjá sem flesta.

Fjórar sýningar

 

  • Laugardaginn 25. nóvember kl. 13 og kl. 16.
  • Sunnudaginn 26. nóvember kl. 13 og kl. 16.