Viðburðir

  • Rauðhetta
  • 30. mars 2019, 13:00, Edinborg á Ísafirði

Rauðhetta á Ísafirði

Leikhópurinn Lotta sýnir hinn stórskemmtilega fjölskyldusöngleik með Rauðhettu og úlfinum, Hans og Grétu og grísunum þremur, klassísk ævintýrablanda.

Sýningin verður laugardaginn 30. mars 2019 kl. 13:00 í Edinborgarsalnum á Ísafirði. Miðaverð er 2.900 kr.

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Hópurinn, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú annan veturinn í röð kominn inn til okkar í Tjarnarbíó. Rauðhettu setti hópurinn fyrst upp árið 2009 en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.

Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu meira en 10 stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill sem enginn má láta framhjá sér fara.