Viðburðir

  • Samfés
  • 9. maí 2021

Söngkeppni Samfés 2021

Söngkeppni Samfés fer fram laugardaginn 29. maí 2021 í Laugardagshöllinni í Reykjavík. 

Söngkeppni Samfés er einn af viðburðum SamFestingsins sem haldin er á vorönn ár hvert. Keppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá árinu 1992 þegar hún var haldin í fyrsta sinn.

Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu öllu og ljóst að þúsundir unglinga hafa komið fram í gegn um tíðina.

Fyrr á árinu fara fram forkeppnir í öllum landshlutum.