Viðburðir

  • Fullveldi Íslands
  • 22. nóvember 2018, Félagsheimilið Bolungarvík

Hver á sér meðal þjóða þjóð

Tónleikar Sunnukórsins verða fimmtudaginn 22. nóvember 2018 kl. 20:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Sunnukórinn ásamt hljómsveit mun leiða gesti í ferðalag um sögu fullvalda þjóðar.

Í gegnum tóna og myndir er komið við á jafnt hversdagslegum sem og sögulegum stundum þjóðar á hraðri vegferð til nútímans.

Miðaverð kr. 2.000 við innganginn.

Stjórnandi Sunnukórsins er Jóngunnar Biering Margeirsson.
Hljómsveitina skipa Jón Hallfreð Engilbertsson, Guðmundur Hjaltason og Jón Mar Össurarson.

Sunnukórinn á Ísafirði er elsti starfandi blandaði kór á Íslandi, stofnaður árið 1934. Kórinn hefur því verið starfandi hartnær alla fullveldistíð Íslands og komið víða við.