Fréttir og viðburðir

19.6.2018 Fréttir : Malbikunarframkvæmdir af hefjast í Bolungarvík

Framkvæmdir við malbikun eru að hefjast í dag 19. júní í Bolungarvík. Byrjað verður á því að malbika efra hverfið, Traðarland, Brúnaland og Ljósaland.

Framkvæmdir hefjast í dag og stefnt er að því að klára malbikun í kvöld eða á morgun. 

18.6.2018 Fréttir : Tónlistarskóli Bolungarvíkur auglýsir eftir gítarkennara

Staða gítarkennara við Tónlistarskóla Bolungarvíkur er laus til umsóknar.

Um er að ræða 40-50% stöðu.  Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og færni í klassiskum gítarleik, en þarf jafnframt að geta kennt rytmiskan gítarleik.   Ætlunin er að geta boðið upp á fjölbreytt gítarnám og umsækjandi getur því haft bakgrunn í hvoru sem er.

15.6.2018 Fréttir : Staða Yfirhafnarvarðar laus til umsóknar

Bolungarvíkurhöfn auglýsir laust til umsóknar starf yfirhafnarvarðar. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnufyrirkomulagi sem unnið er í samráði við hafnarstjóra.  Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 29. Júní 2018. Yfirhafnarvörður heyrir undir hafnarstjóra.


Markaðshelgin

Markaðshelgin 2018 5.7.2018 - 7.7.2018 Bolungarvík

Markaðshelgin er fjölskylduhátíð 5.-7. júlí með markaðstorgi, leiklistar- og tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir krakka á öllum aldri.

Lesa meira
 
KK Band

KK Band 5.7.2018 21:00 Félagsheimilið Bolungarvík

KK Band spilar 5. júlí kl. 21:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

Lesa meira
 
Between Mountains, ljósmynd: Baldur Kristjáns

Between Mountains 7.7.2018 Bolungarvík

Between Mountains kemur fram á markaðsdaginn 7. júlí 2018 á útisviðinu við Félagsheimili Bolungarvíkur.

Lesa meira