| Tegund faratækis | Krónur fyrir bílastæði |
|---|---|
Mótorhjól |
500 |
Fólksbílar og jeppar |
1,000 |
Minni rútur (undir 19manns) |
2,000 |
Stærri rútur |
Samkomulag |
Bolafjall
Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður yfir vetrartímann.
Hann verður opnaður aftur í vor.
Bolafjall er einstakur útsýnisstaður á Vestfjörðum. Á Bolafjalli er glæsilegur útsýnispallur í 638 metra hæð með stórbrotið útsýni yfir Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp, og sumir vilja meina að hægt sé að sjá alla leið til Grænlands frá Bolafjalli.

Brattur akvegur liggur upp á Bolafjall, en þar er ratsjárstöð Landhelgisgæslu Íslands. Vegurinn hefur verið opinn bílum í júlí og ágúst, og nú hefur verið komið á gjaldskyldu fyrir bílastæðin uppi á Bolafjalli. Hægt er að nálgast gjaldskrána hér.
Á Bolafjalli er hrjóstrug háslétta með víðsýni til allra átta, sem gerir fjallið að vinsælum viðkomustað á Vestfjörðum.
Þverhnípi er fram af fjallinu og afar varasamt að fara nálægt brúninni. Mikilvægt er að gæta þess að börn séu ekki eftirlitslaus.