• Einarshús

Byggingarmál

Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með því að mannvirkjagerð sé í samræmi við útgefin leyfi og gildandi skipulag hverju sinni.

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun HMS í umboði Innviðaráðuneytis fer með byggingarmál.

Embætti byggingafulltrúans starfar á grundvelli laga nr. 160/2010 um mannvirki, byggingarreglugerðar nr. 112/2012 svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er byggingarmálefni varða.

Hlutverk embættis byggingafulltrúa er að veita m.a. eigendum mannvirkja, hönnuðum, framkvæmdaraðilum, kjörnum fulltrúum ráðgjöf og upplýsingar um byggingarmálefni.
Embættið sér auk þess um útgáfu byggingarleyfa sem felur í sér samþykkt aðaluppdrátta og framkvæmdaráforma og eða samþykkt á breyttri notkun húss, skráningu í Þjóðskrá Íslands, framkvæmd stöðu-, öryggis- og lokaúttekta, staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingum, umsagnir vegna rekstrarleyfa, samþykkt á byggingarstjórum og iðnmeisturum og skráning í úttektarforrit HMS Bygging.