• Íþróttahúsið Árbær

Íþróttamiðstöðin Árbær

Íþróttamiðstöðin Árbær er heilsulind fyrir alla á öllum aldri.

Opið Sumar og vetur Virka daga 6:15-21:00
Helgar 10:00-18:00

Íþróttasalur er 22 x 28 metrar og einnig er til staðar rúmgóður þreksalur vel búin TechnoGym-æfingartækjum. 

  • Börnum yngri en 14 ára er óheimill aðgangur að þreksal.
  • Nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla hafa  gjaldfrjálsan aðgang að þreksal.

Reglubundin starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar utan almenningstíma er þjónusta við skólaíþróttir Grunnskóla Bolungarvíkur, þjónusta við íþróttastarf Ungmennafélags Bolungarvíkur, sem stendur að reglubundinni íþróttaþjálfun í sundi, knattspyrnu, körfuknattleik og fl.

Þá hefur Íþróttamiðstöðin á undanförnum árum tekið virkan þátt í ýmiskonar atburðum sem bæjarbúar hafa staðið fyrir á sviði íþróttamála s.s íþrótta-hátíðum og íþróttakeppnum, kynningarstarfsemi og listviðburðum eins og t.d. undirvatnsborðstónleikum, fjölskylduskemmtunum, hljómleikum og fl.

Í Íþróttamiðstöðinni Árbæ er innilaug 8 x 16,66 m, á útisvæði eru tveir heitir pottar annar 41°C heitur og hinn 39°C heitur með vatnsnuddi auk þess er á útisvæði lítil upphituð vaðlaug.

Einnig er gufubaðstofa með góðri hvíldaraðstöðu.

Árið 2007 var tekin í notkun vatnsrennibraut í sundlaugargarðinum.