• Heilsustigur_yfirlitsmynd

Heilsustígur í Bolungarvík

Heilsustígurinn er skemmtileg göngu- og hlaupaleið í kringum byggðina í Bolungarvík. 

Heilsustígurinn er 4,3 km langur stígur með fimmtán æfingastöðvum sem reyna á styrk, liðleika og úthald. 

Við hverja stöð er skilti með leiðbeiningum um æfingar. Æfingar geta verð grænar, gular eða rauðar á hverri stöð. Grænn er styrkur, gulur er liðleiki og fimi, og rauður er úthald.

Heilsustígur er leið til betri lýðheilsu.

Heilsustigur_yfirlitsmynd

Grænn er styrkur, gulur er liðleiki og fimi og rauður er úthald

 

Æfingastöðvar heilsustígsins í Bolungarvík

01_1629202585068

Stöð 1 og 2

Upphafstaður heilsustígsins er við sundlaugina og eru æfingastöðvar númer 1 og 2 hjá tjaldsvæðinu.

03_1629207833915

Stöð 3

Eftir að stöðvar 1 og 2 er fari yfir göngubrú á Hólsá og gengið eftir göngustíg þar sem stöð 3 er uppi á hæð. Eftir hana er farið yfir aðra göngubrú og í áttina að skógræktinni en þar er stöð 4 á opnu svæði.

04_1629208205471

Stöð 4

Eftir stöð 4 er stutt í stöð 5 sem er þétt upp við skógræktina í Bernódusarlundi. Þaðan liggur leiðin í gegnum lundinn og upp á veginn sem liggur fram í Þjóðólfstungu. 

05_1629208532454

Stöð 5

Fjallsmegin við veginn er svo stöð 6.

Heilsustígur 6

Stöð 6

Stöðvar 7 og 8 eru sinn hvorum megin við stærri snjóflóðavarnargarðinn. Heilsustígurinn liggur meðfram varnargarðinum en hægt er að ganga eða hlaupa upp á garðinn og ná meiri hækkun.

07

Stöð 7

08

Stöð 8

Stöðvar 9 og 10 eru við sinn hvorn endann á minni varnargarðinum við endann á Völusteinsstræti. Í stað þess að ganga meðfram garðinum er tilvalið að fara upp tröppurnar sem er ígildi auka æfingar á hringnum.

09

Stöð 9

10

Stöð 10

Eftir stöð 10 liggur leiðin af Bökkunum niður í fjöru þar sem gönguleið er meðfram brimvarnargarðinum og út að gamla frystihúsinu (nú mjólkurvinnslan Arna) þar sem stöð 11 er með góðu útsýni út á Djúpið. 

11

Stöð 11

Þaðan liggur leiðin á opna svæðið bak við Bjarnabúð þar sem stöð 12 er.

12

Stöð 12

Frá stöð 12 er gengið upp Holtastíg og inn Miðstræti í átti að íþróttahúsinu. Á opna svæðinu við ærslabelginn er stöð 13 en þaðan liggur leiðin inn á Grundir við Hrafnaklett þar sem stöð 14 er.

13

Stöð 13

14

Stöð 14

Frá Hrafnakletti liggur leiðin um Kirkjuvegur að Hóli og að sundlauginni aftur þar sem 15. og síðustu stöðina er að finna. 

15

Stöð 15

Um heilsustíginn

Betri Bolungarvík var samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna sem ráðist var í árið 2018.

Gegnum samfélagsmiðil lögðu íbúar fram tillögur að verkefnum og voru sex þeirra valin og sett í íbúakosningu. Íbúarnir völdu verkefnið heilsustíg. 

Verkefni af þessum toga eru stundum nefnd þátttökufjárhagsáætlun þar sem íbúarnir koma að ákvörðunum um sitt nánasta umhverfi.