Reglur um val og útnefningu heiðursborgara Bolungarvíkur

1. gr.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur getur útnefnt hvern þann íbúa, fyrrverandi sem núverandi, sem heiðursborgara Bolungarvíkur.

2. gr.

Við val á heiðursborgara skal hafa í huga m.a.

  1. Störf viðkomandi hafi haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið.
  2. Störf og framganga hafi verið til fyrirmyndar og til eftirbreytni.
  3. Jákvæða ímynd bæði innan Bolungarvíkur sem utan.

3. gr.

Heiðursborgari skal heiðraður við hátíðlega athöfn, s.s. við opinbera hátíð eða stórafmæli viðkomandi.

4. gr.

Heiðursborgari fær viðurkenningu til staðfestingar á nafnbótinni þar sem a.m.k. kemur fram nafn viðkomandi og dagsetning.

5. gr.

Heiðursborgari hefur engar skyldur gagnvart Bolungarvíkurkaupstað sem slíkur.

6. gr.

Bolungarvíkurkaupstaður hefur eftirfarandi skyldur gagnvart heiðursborgara:

  1. Býður heiðursborgara til opinberra athafna/veislna á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar.
  2. Heldur nöfnum heiðursborgara með titlinum heiðursborgari á lofti við tilhlýðileg tækifæri.
  3. Tekur þátt í athöfn við útför heiðursborgara, þegar þar að kemur, að beiðni aðstandenda.

7. gr.

Bæjarstjórn skal halda lista yfir heiðursborgara og skrá um hvenær þeir voru heiðraðir, hverju sátu þá í bæjarstjórn og hvað lá til grundvallar heiðrun.

Samþykkt í bæjarstjórn 19. maí 2020