Viðburðir

  • Shin Lim
  • 1. júní 2017, 19:30 - 21:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 2.900 kr.

Heimsmeistarinn í töfrabrögðum!

Á síðustu sjö árum hefur Shin Lim skipað sér sess sem einn virtasti og besti töframaður heims!

Hann er þekktur fyrir einstaka færni með spil og ekki síst einstaka nýsköpun á því sviði.

Hann tók þátt í heimsmeistarakeppni töframanna árið 2015 og vann hana og varð þá krýndur heimsmeistari í töfrabrögðum. 

Skemmst er frá því að segja að hann kom einnig fram í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Penn and Teller fool us sem snýst út á að koma fram og reyna að plata hina heimsfrægu töframenn Penn og Teller. 

Þar sem aðeins örfáum töframönnum hefur tekist að gera það má með sanni segja að það sé ekki auðvelt verkefni – Shin Lim gerði það hins vegar með glæsibrag og skildi þá eftir agndofa. Myndband af þessu atriði má finna inn á youtube sem og önnur myndbönd með Shin sem hafa farið á flug og fengið tugi milljóna smelli.

Shin Lim hefur ferðast víða um heim og er nýlega kominn úr sýningarferð um Kína sem sló rækilega í gegn. Sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Shin leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum.

Einnig mun Einar Mikael töframaður sem hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar, Daníel Örn töframaður  og John Tómas Galdramaður taka þátt í sýningunni með Shin.

Shin er á hátindi ferilsins núna svo nú er um að gera að nýta þetta einstaka tækifæri að sjá töframeistrarann með öll sín bestu atriði ásamt þrem af færustu töframönnum Íslands. Það er hægt að fullyrða að þessi viðburður á sér enga hliðstæðu á Íslandi því Shin Lim er stærsta nafnið á þessu sviði til þessa til að stíga fæti á klakann og framkvæma sýningu af þessum toga.Töfraunnendur og þeir sem vilja tryggja sér frábæra skemmtun almennt vilja ekki missa af þessu, það er því ekki of orðum aukið að þetta tækifæri er einstakt og verður ekki endurtekið í bráð.

Strax eftir sýningarnar er gestum boðið upp á myndatöku með Shin, Einari Mikael, Daníel og John einnig verður hægt að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfrahetjubúninga.
 

  • Sýning hefst kl. 19:30. 
  • Húsið opnar kl. 18:30!
  • Aðgangseyrir kr. 2.900.