Viðburðir

  • Töfraflautan
  • 7. apríl 2017, 19:30, Edinborg á Ísafirði

Töfraflauta Mozarts

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík mun flytja Töfraflautu Mozarts í Edinborg á Ísafirði þann 7. apríl 2017. 

Nemendaóperan mun njóta samvinnu við Karlakórinn Erni og Sunnukórinn og einnig fá til liðs við sig heimamanninn og bassasöngvarann Aron Otto Jóhannsson.

Áheyrendur munu þarna fá að njóta þess að hlýða á marga af okkar framtíðarsöngvurum og meðal annarra nokkra af vinningshöfum úr nýafstaðinni söngkeppni Vox Domini.
Sagan fjallar um þrautir prinsins Taminos um að verða sér út um ást Paminu sem er dóttir Næturdrottningarinnar. 

Verkið er mjög barnvænt og getur höfðað til allra. Falleg tónlist og skemmtilegar, barnvænar persónur, enda ein mest spilaða ópera allra tíma. 

Uppsetningin er í íslenskri þýðingu.

  • Stjórnandi: Garðar Cortes
  • Píanó: Hrönn Þráinsdóttir
  • Leikstjóri: Sibylle Köll

Nánar um miðasölu: 

  • Almennt verð er 3.500 kr.
  • Skólafólk 2.500 kr.
  • Börn (7-12 ára) 1.750 kr.
  • Frítt fyrir börn yngri en 7 ára

Miðar eru seldir við inngang, posi á staðnum, húsið opnar kl. 18:00.

Einnig hægt að nálgast miða á midi.is