Fréttir
  • Bolungarvík

Auglýsing um styrki

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) vekur athygli á styrkjum vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

BsVest er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.

Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Umsóknafrestur er til 25. nóvember 2018.

Vinsamlegast hafið samband við félagsþjónustu Bolungarvíkurkaupstaðar.