Fréttir
  • Traðarhyrna

Bilun í vatnsveitu

Þetta uppgötvaðist á fimmtudaginn og var geislabúnaður gangsettur á ný og virkar eðlilega. 

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á fimmtudaginn sem reyndist innihalda saurgerla. Beðið er eftir niðurstöðu úr seinna sýni en ekki hefur tekist að senda það í greiningu vegna veðurs. 

Rétt er að benda á að vatnsveita og geislun í Hólsveitu hefur virkað eins og til er ætlast. Hólsveita veitir vatni til neðsta hluta bæjarins.

Rekstur vatnsveitu Bolungarvíkur hefur því verið með eðlilegum hætti frá því á fimmtudag í liðinni viku en líklegt er að niðurstöður úr síðari sýni fáist á miðvikudag.

  • Sjá nánar á vef Heilbrigðiseftirlitsins.