Fréttir
  • Dzieci-bawiace-sie-na-trawie_1098-504

Deildarstjóri óskast í Glaðheima í Bolungarvík

100% staða deildarstjóra leikskóla á Grundir í Glaðheimum

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun/leyfisbréf til kennslu

  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra

  • Stundvísi

  • Hreint sakavottorð

Starfssvið og helstu verkefni:

 

Stjórnun og skipulagning:

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni í samvinnu við leikskólastjóra sem er næsti yfirmaður.

  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.

  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.

  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.

  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

 

Uppeldi og menntun:

  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og deildarnámskrá.

  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.

  • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

 

Foreldrasamvinna:

  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

  • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.

  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

  • Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.

 

Annað:

  • Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.

  • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

 

Ráðið er í stöðuna eftir samkomulagi en best ef umsækjandi getur byrjað sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn skal senda á netfangið gladh@bolungarvik.is.

Upplýsingar um starfið veitir Salóme Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 847-3391 eða í gegnum netfangið gladh@bolungarvik.is

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2022.