Fréttir
  • Flokkum

Flokkunarkerfi og breytingar á sorphirðu í Bolungarvík frá 1. júni 2023

Enska og pólska neðar í frétt. English and Polish below

Með síðustu breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs var komið á samræmdu flokkunarkerfi yfir allt land. Þetta er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiðir til meiri og betri flokkunar.

 Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi flokkum við íbúðarhús: 

Aukahólfum verður komið fyrir í núverandi sorphirðutunnum við hús í Bolungarvík þann 31. maí n.k. og byrjum 1. júní að flokka.

Í DAG OG Á NÆSTU DÖGUM VERÐUR UPPLÝSINGABLAÐ BORIÐ Í ÖLL HÚS Í BOLUNGARVÍK  VARÐANDI FLOKKUNINA, blaðið er á íslensku og pólsku .

Hér er sorpbæklingur til frekari upplýsinga ( polski ). Einnig er gott að skoða heimasíður sorpa.is , gamafelagid.is , fenur.is , kubbur.is

Á fenur.is getið þið finnið samræmar merkingar sem stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun.


Sorp

Sorp1Í tunnu fyrir plastumbúðir má eingöngu setja umbúðir úr plasti. Til að hægt sé að endurvinna plastumbúðir þurfa þær að vera hreinar. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi. Þrífa á allt plast sem fer í endurvinnslutunnuna. Plast á að vera í hólfinu, ef það er sett í poka þurfa þeir að vera glærir. Það má ekki blanda plasti og pappa í sama hólf.

(polski) Pojemnik na plastik przeznaczony jest na czyste plastikowe opakowania oraz przedmioty. Opakowania plastikowe nie mogą być zmieszane z materiałami nieplastikowymi. Plastik musi być czysty aby nadawał się do recyklingu, więc opakowania powinny zostać opróżnione z chemikaliów oraz jedzenia.

(english)The plastic bin is only for clean plastic items and plastic packaging. The plastic packaging may not be mixed with non plastic materials. Plastic needs to be clean to be recyclable so all plastic packaging in the bin should empty and free of chemicals and food leftovers.

Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur og sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi. Pappi á ekki að vera í plastpokum. Hann á að setja beint í endurvinnslutunnuna. Það má ekki blanda plasti og pappa í sama hólf.

(polski)Pojemnik na papier przeznaczony jest do wszystkich papierowych produktów, takich jak tektury, gazety oraz czasopisma, kartony oraz opakowania TETRAPAK. Materiał musi być czysty, aby nadawał się do recyklingu. Dlatego bardzo ważne, aby wszystkie papierowe opakowania zostały opróżnione, w przeciwnym razie powinny znajdować się w koszu na odpady ogólne.

(english)The paper bin is for all paper products, such as cardboard, newspapers and magazines, tetra packs and cartons. The paper material needs to be clean to be recyclable. Therfore it is very important that all paper packaging is empty and free of food leftovers, otherwise they belong in the bin for general waste.

Lífrænn eldhúsúrgangur fellur til í eldhúsum heimila og fyrirtækja. Eingöngu má nota jarðgeranlega poka fyrir þennan úrgangsflokk. Lífræna eldhúsúrganginum er umbreytt í moltu sem t.d. er hægt að nýta í landgræðslu. Efnið er notað í jarðgerð og þvi er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Þessir pokar fást td. hjá Terru og eru úr lífrænni sterkju. Plastpoka má alls ekki nota! Lífrænn úrgangur fer í brúna hólfið í almennu tunnunni ekki svarta hólfið í endurvinnslutunnunni.

(polski) Pojemnik na odpady żywnościowe przeznaczony dla wszystkich odpadów żywnościowych/organicznych z gospodarstw domowych. To bardzo ważne, aby używać tylko worków nadających się do kompostowania. Odpady wykorzystywane są do produkcji kompostu, który ma za zadanie poprawić żyzność gleby. Kompost może być wykorzystany w projektach rekultywacji terenów zdegradowanych. Ważne jest używanie tylko w biodegradowalnych worków na odpady organiczne.

(english) Food waste-this bin is for all food waste from households. It is very important to use only compostable bags for the waste in the bin. The food waste is used to make compost that can improve soil fertility and can for example be used in degraded land restoration projects.

Almennt sorp-blandaður úrgangur er sá úrgangur sem ekki er hægt að flokka. Blandað sorp endar í urðun eða brennslu. Dæmi úr slíkan úrgang: pappírs handþurkkur af salernum, einnota hanskar, pappírsþurkkur, óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að aðskilja, hrá matvæli og tyggjó.

Gler má alls ekki fara í endurvinnslutunnuna!!!

Gler(glerkrukkur o.fl) - og málmumbúðum( t.d. niðursuðudósir o.fl) er safnað saman í móttökustöð Bolungarvíkurkaupstaðar sem er á gámasvæði við áhaldahús bæjarins,Tjarnarkambi 1.

Móttökustöðin er opin þrisvar í viku: mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 15-18:30. Eining er opið á laugardögum yfir sumartímann frá kl. 10-14.

Hér finnur þú ýmsar flokkunarleiðbeiningar á íslensku, polski og ensku . Með því að smella á myndirnar opnast pdf skrá í nýjum flipa sem hægt er að skoða og prenta út auðveldlega.