Fréttir
  • Leikskólinn Glaðheimar

Framkvæmdir við leikskólann á áætlun

Nú er unnið að því að setja glugga í skólann og lýkur þeirri vinnu í næstu viku. Þá hefjast framkvæmdir við utanhússklæðningu ásamt einangrun og frágangi að innanverðu.

Reisugildi var haldið 16. nóvember á síðasta ári og þegar glerið verður komið í verður búið að loka húsinu fyrir veðri og vindum.

Nýbyggingin verður 307 fermetrar og 1339 rúmmetrar að stærð og með eldra húsi verður leikskólinn samtals 615 fermetrar og 2471 rúmmetri að stærð.