Fréttir
  • Köttur og hundur. Mynd: Louis-Philippe Poitras, Unsplash

Hunda- og kattahreinsun

Í júní 2016 tóku gildi breytingar á regluverki um gæludýrahald sem allir eigendur gæludýra ættu að kynna sér.

Reglugerð nr. 80/2016 um velferð gæludýra, 11. grein, merking og skráning:

Umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun. Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skráningu dýra sinna.
Hundar og kettir sem fara út skulu frá fjögurra mánaða aldri bera hálsól með merki þar sem fram koma eigendaupplýsingar svo sem nafn og símanúmer umráðamanns.

Ég sem hunda- og kattaeftirlitsmaður vil eindregið hvetja ykkur dýraeigendur í Bolungarvík til að fara að lögum og láta örmerkja dýrin ykkar. Ég hef fengið Sigríði dýralækni til þess að veita okkur afslátt og taka þetta að sér samhliða ormahreinsun í ár, fyrir aðeins 8.000 kr. á dýr.

Til þess að geta fengið dýr örmerkt samtímis hreinsun þarf að skrá dýrið í örmerkingu fyrir sunnudaginn 23. október 2016:

  • María Þórarinsdóttir, s: 821 5285
  • Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, s: 861 4568 

Fyrir þá sem ekki eru með skráða hunda eða ketti, þá er auðvelt að skrá dýrið í form hér á vefnum hér og koma því til undirritaðrar eða á bæjarskrifstofuna og það væri enn betra ef að mynd fylgdi skjalinu. 

Dreifibréf um hreinsun verða borin í hús fyrir hreinsun.

Bolungarvík, 14. október 2016.
María Þórarinsdóttir, hunda- og kattaeftirlitsmaður