Fréttir
  • Kjörgögn

Kosningaréttur við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018

  • Eru íslenskir ríkisborgarar.
  • Eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram.
  • Eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þrem vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. maí 2018.
  • Eru danskir, finnskir, norskir eða sænskir ríkisborgarar og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.
  • Eru erlendir ríkisborgarar og hafa átt lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Námsmenn

Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp nýtt umsóknarferli varðandi skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaði K-101 sem er að finna á vef Þjóðskrár Íslands. Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.