Fréttir
  • Vatn

Neysluvatnið stenst gæðakröfur

Eftirlitið tók vatnssýni við Aðalstræti þann 25. september 2018 sem reyndist vera mengað af E.coli bakteríu. 

Sýnatakan var endurtekin á þrem stöðum 27. september og aftur 30. september í Aðalstræti, Víkurskála og hreinsistöð vatnsveitu. 

Niðurstöður voru þær að ekki ræktuðust E. coli bakteríur úr sýnum sem tekin voru á Víkurskála og í hreinsistöð en hins vegar ræktaðist úr sýnum sem tekin voru við Aðalstræti. 

Ályktað var að þær niðurstöður tengist viðgerðum á vatnslögn við Traðarstíg.