Fréttir
  • Ómar Smári Kristinsson

Ómar Smári og Bolungarvík

Sýningin er samstarf Ómars Smára Kristinssonar og Djúpsins, frumkvöðlaseturs í Bolungarvík, með styrk frá menningar- og ferðamálaráði Bolungarvíkurkaupstaðar. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 9-13.

Ómar Smári hefur unnið mörg verki sem tengjast Bolungarvík og sýna þróun byggðar. Hann kom að heimildarmynd um Bolungarvík, Bolungarvík á 20 mínútum, í samstarfi við Kvikmyndafélagið Glámu og Bolungarvíkurkaupstað. 

Ómar Smári Kristinsson var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019 og í rökstuðningi atvinnu- og menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar við tilnefninguna segir:

Það sem einkennir list Ómars Smára er nákvæmni og hversu auðvelt er að átta sig á landslagi og afstöðu hluta í verkum hans. Hann er teiknari með sitt eigið handbragð, sinn eigin stíl. Hann er með húmor og er jafnan glaðbeittur.

Djúpið er nýsköpunarsetur þar sem frumkvöðlum er veittur alhliða stuðningur við verkefni.