Fréttir
  • Íþróttamaður Bolungarvíkur. Mynd Helgi Hjálmtýsson.

Tilnefningar til íþróttamanns Bolungarvíkur 2020 og viðurkenningar

Hreinn Róbert er tilnefndur fyrir handbolta. Hann hefur leikið alla leiki Harðar undanfarið ár. Hann hefur farið fyrir hópnum sem heimamaður og hvetur samherja sína áfram sem og yngri iðkendur. Hann gefur sér tíma til að ræða við yngir iðkendur og er alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir samherjana. Hreinn Róbert er lykilmaður 1. deildarliðs Harðar í handbolta og verður það vonandi um ókomin ár.

Stefanía Silfá er tilnefnd fyrir körfubolta. Hún leikur með nýjum meistaraflokki kvenna hjá Vestra. Hún hefur bætt sig jafnt og þétt á síðustu árum og er efnilegur leikmaður. Hún er góður liðsfélagi og mætir vel í fjáraflanir og viðburði á vegum deildarinnar.

Viðurkenningar

Margrét Gunnarsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir hestamennsku. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og vann til verðlauna á hestamóti Storms að Söndum í Dýrafirði síðastliðið sumar. Hún hefur stundað 1. stig knapamerkjanna, sem er verkleg og bókleg undirstaða í reiðmennsku, í vetur.

Sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur hlýtur viðurkenningu fyrir golf. Sveitin varð Íslandsmeistari í 5. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba og færist því upp í 4. deild. Sveitin vann bráðabana gegn Golfklúbbnum Jökli frá Snæfellsbæ og stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla og dramatíska baráttu. Sveitina skipa bræðurnir Daði Valgeir og Flosi Valgeir Jakobssynir, Gunnar Samúelsson, Janusz Pawel Duzac og Wirot Khiansanthia. Liðsstjóri er Guðbjartur Flosason.

Már Óskar Þorsteinsson hlýtur viðurkenningu fyrir sund. Hann fær viðurkenningu fyrir góða ástundun og framfarir á árinu.

Agnes Eva Hjartardóttir hlýtur viðurkenningu fyrir sund. Hún fær viðurkenningu fyrir góða ástundun og framfarir á árinu.

Meyjasveit sunddeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur fær viðurkenningu fyrir sund. Meyjasveitin hefur sýnt miklar framfarir og tekist á við áskoranir. Sveitin náði 6. sæti á Aldursflokkamóti Íslands á árinu. Sveitina skipa: Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir, Halldóra Björg Pétursdóttir, Jensína Evelyn Rendall og Sigrún Halla Olgeirsdóttir.

Í vikunni verður tilkynnt á vefnum um íþróttamann Bolungarvíkur 2020 og veitingu viðurkenninga að þessu sinni vegna farsóttarinnar og samkomutakmarkana.