Fréttir
  • UMFB

Ungmennafélagið hvetur til aukinnar hreyfingar í nóvember

Um er að ræða opinn tíma þar sem foreldrar geta mætt með börnin sín í íþróttahúsið og farið í boltaleiki eða aðra leiki. 

Sérstakur ábyrgðarmaður/þjálfari verður ekki með í tímunum og því eru öll börn sem mæta á ábyrgð foreldra. 

Ekki er gert ráð fyrir því að foreldrar séu að nota þyngri hluti úr tækjageymslu eins og t.d. trampólín eða aðra stóra hluti. Í lagi er að nota litlar dýnur en ganga verður frá öllum hlutum aftur á sama stað að notkun lokinni.

Tíminn verður frá 10:20-11:10 á sunnudagsmorgnum. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá UMFB til áramóta og ef vel gengur verður haldið áfram með tímann eftir áramót.

UMFB bíður líka upp á tvo aðra tíma sem eru opnir. Á föstudagskvöldum kl. 19:10-20:00 er opinn tími fyrir unglinga á aldrinum 16-20 ára í íþróttasalnum fyrir ýmsa boltaleiki.

Á laugardögum kl. 15:30-16:20 er opinn badminton tími fyrir alla sem hafa áhuga. Á staðnum eru spaðar og kúlur sem UMFB á og fólk getur fengið lánað. Einnig er hægt að leita leiðbeiningar til eldri iðkennda sem eru í tímanum á undan.