Fréttir
  • Valdis-ros

Valdís Rós er íþróttamaður Bolungarvíkur 2022

Valdís Rós Þorsteinsdóttir var útnefnd íþróttamaður Bolungarvíkur 2022 í hófi sem Bolungarvíkurkaupstaður stóð fyrir í Félagsheimilinu. Valdís Rós er Vestfjarðameistari í sundi í stúlknaflokki og er tíunda besta bringusundskona á landinu óháð aldri en hún æfir sund með sundfélagi UMFB.

Valdís Rós Þorsteinsdóttir fædd 2007. Valdís Rós er metnaðafull íþróttakona. Hún er 10. besta bringusundskona á landinu óháð aldri. Hún komst á sitt fyrsta íslandsmeistarmót haustið 2021 í 1 sundi. Á næsta íslandsmeistaramóti hausið 2022 var hún komin inn í 5 sundum. Aldeilis frábær árangur sem það er. Hún hefur komist í undanúrslit á flestum stórmótum sem hún hefur keppt í á árinu. Þar á meðal Rig Íslandsmeistaramóti í 25m og 50m laug og Smí 2022. Hún er vestfjarðarmeistari í sundi í Stúlknaflokki. Hún stundar æfingar af kappi er ótrúlega samviskusöm. Frábær fyrirmynd og margir yngri iðkendur líta upp til hennar. Hún hlustar vel á fyrimæli og er draumur allra þjálfara. Verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni þar sem markmið hennar eru skýr, hún skal komast í landsliðið í sundi!

Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefnir íþróttamann ársins út frá faglegri niðurstöðu fræðslumála- og æskulýðsráðs. Sex íþróttamenn voru tilnefndir til íþróttamann ársins í Bolungarvík. Það voru:

  • Jóhann Samuel Rendall, fótbolti
  • Valdís Rós Þorsteinsdóttir, sund
  • Margrét Gunnarsdóttir, hestaíþróttir
  • Stefanía Silfá Sigurðardóttir, körfubolti
  • Þorsteinn Goði Einarsson, badminton
  • Alastair Rendall, rafíþróttir

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2022. Viðurkenningu hlutu: 

  • Sund: Eydís Birta Ingólfsdóttir, Ingibjörg Anna Skúladóttir, Gunnar Egill Gunnarsson, Hálfdán Arthúr Róbertsson
  • Körfubolti: Bríet María Ásgrímsdóttir, Katla Salome Hagbarðsdóttir, Jóhanna Wiktoria Harðardóttir, Jensína Evelyn Rendall
  • Boccia: Emilía Arnþórsdóttir
  • Golf: Flosi Valgeir Jakobsson og karlasveit GBO en hana skipar Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Ingólfur Ívar Hallgrímsson, Guðmundur Kristinn Albertsson, Ernir Steinn Arnarsson, Emil Þór Ragnarsson og Wirot Khiansanthia
  • Rafíþróttir: Kolmar Halldórsson, þjálfari rafíþróttadeildar UMFB
  • Þríþraut: Katrín Pálsdóttir

Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffi og veitingar. Fræðslumála- og æskulýðsráð óskar íþróttfólki kærlega til hamingju með árangurinn. 


  • Myndir frá afhendingu verðlauna.