Miðbær Bolungarvíkur : Endurnýjuð Framtíðarsýn
Miðbær Bolungarvíkur - endurnýjuð framtíðarsýn er verkefni sem Sei Studio vann fyrir Bolungarvíkurkaupstað.
Markmið þessa verkefnis var að greina þau vandamál og tækifæri sem til staðar eru í miðbæ Bolungarvíkur og leggja að því loknu fram raunhæfa framtíðarsýn fyrir allt svæðið í heild.

Svæðið sem verkefnið nær til er miðbær Bolungarvíkur samkvæmt gildandi deiliskipulagi með þeirri breytingu á að stærri hluti strandlengjunnar er tekinn með.





