Fara í efni

Markaðshelgin

Markaðshelgin í Bolungarvík er glæsileg sumarfjölskylduhátíð og einn af hápunktum sumarsins á Vestfjörðum!

Árið 2026 verður Markaðshelgin 3-5 júlí.

Markaðshelgin er haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert og dregur að sér gesti bæði nær og fjær.

Markaðstorgið sjálft er miðpunktur Markaðshelgarinnar, þar má finna fjölda sölubása sem selja list, handverk og alþjóðlegan mat - eitthvað fyrir alla! Yfir Markaðshelgina og dagana fyrir eru einnig fjölmargir aðrir viðburðir.

Yfir Markaðshelgina í Bolungarvík er sneisafull og fjölbreytt dagskrá og hér má sjá það sem hefur verið fyrri ár

  • Markaðstorg við Félagsheimilið
  • Skrautfjaðrir Bolungarvíkur
  • Tónlistar- og menningarviðburðir
  • Fjölskylduskemmtun og krakkaviðburðir
  • Götugrill, brekkusöngur og bál.
  • Markaðshelgarball Í Félagsheimilinu

Ertu með spurningar eða pælingar? 

Hafðu samband við markaðs- og kynningarfulltrúa Bolungarvíkur

Bryndís Elsa Guðjónsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi