Fara í efni

Skjaldarmerki og tákn

Skjaldarmerki Bolungarvíkur var hannað af Jóni Reykdal (1945-2013) á auglýsingastofunni Argusi árið 1973.

Blái liturinn í merkinu er:
Pantone: 2748
RGB: R: 25, G: 56, B: 138
HEX: #19388A

Stafagerðin er Clarendon.

Merkið skal birta á hvítum grunni. Þegar grunnur er ekki hvítur skal birta merkið á hvítum grunni sem nær út fyrir allt merkið.

Á hreppsnefndarfundi Hólshrepps 13. júlí 1973 upplýsti sveitarstjóri að hann hefði falið teiknistofunni Argus í Reykjavík að gera tillögu að merki fyrir Bolungarvík.

Árið áður, þann 9. nóvember 1972, var samþykkt tillaga að kanna hvort tímabært væri að gera "Bolungarvík (Hólshrepp) að kaupstað" og sjálfsagt í tengslum við þá vinnu hefur verið ákveðið að hanna merki fyrir bæinn.

Það var svo á hreppsnefndarfundi þann 11. október 1973 að tillaga nr. 8 að merki fyrir bæinn var samþykkt.

Í Sveitastjórnarmálum, 35. árg., 3 hefti, 1. júní 1975 er tilkynnt að Bolungarvíkurkaupstaður hafi tekið upp skjaldarmerki sem "sýnir bát með seglum, og á að vera í bláum lit".