Fara í efni

Óshlíðin

Óshlíðin er aflagður vegur sem liggur á milli Bolungarvíur og Hnífsdals

Vegurinn var byggður árið 1949 og var hann mikil samgöngubót fyrir lífið í Bolungarvík. Grjóthrun og snjóflóð voru algeng á Óshlíðinni, sem gerði veginn erfiðan yfirferðar, sérstaklega á veturna. Í dag höfum við Bolungarvíkurgöng sem leystu veginn af hólmi. 

Þrátt fyrir hættur fortíðarinnar dregur Óshlíðin að sér fjölda útivistarfólks og er vinsælt útivistarsvæði, en mikilvægt er að fara varlega á svæðinu. Aflagði vegurinn, sem nú er notaður sem göngu- og hjólaleið, liggur meðfram strandklettum og veitir einstakt útsýni yfir hafið og fjöllin í kring. Fuglalíf er fjölbreytt, og oft má sjá sjófugla hreiðra um sig í klettunum. Óhlíðin býður ekki aðeins upp á stórbrotna náttúru heldur minnir hún á mikilvægi samgangna og hvernig áskoranir náttúrunnar hafa mótað samfélagið á svæðinu.