Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar hefur umsjón með tjaldsvæðinu annast innheimtu og veitir allar frekari upplýsingar
Tjaldsvæðið í Bolungarvík er staðsett á fallegum og kyrrlátum stað, rétt við sundlaug Bolungarvíkur. Helsta aðstaða er á svæðinu fyrir ferðamenn, þar með talið snyrtiaðstaða, rafmagn og leiktæki fyrir börn. Tjaldsvæðið í Bolungarvík er tilvalið fyrir þau sem vilja njóta náttúrunnar í ró og næði, á einstökum stað nálægt allir þjónustu. Tjaldsvæðið býður upp á afslappaða og notalega upplifun þar sem náttúran er í forgrunni. Hvort sem þú vilt slaka á eða kanna nærliggjandi svæði, þá er tjaldsvæðið í Bolungarvík hinn fullkomni gististaður fyrir ferðalanga á Vestfjörðum.
Í þjónustuhúsinu sem fylgir tjaldsvæðinu er matsalur fyrir gesti með eldunaraðstöðu. Í þjónustuhúsi er einnig þvottaaðstaða með þvottavél og þurrkara, salernis- og snyrtiaðstöðu en a opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.