Fara í efni

Leikskólinn Glaðheimar

Hlíðarstræti 16, 415 Bolungarvík

Leikskólinn Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli sem þjónustar börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu. Í leikskólanum er unnið faglegt starf sem byggir á grunnþáttum menntunnar.

Nánari upplýsingar um leikskólann, skráningu, skóladagatal og starfsemi má finna á heimasíðu leikskólans.

Heimagreiðslur

Bolungarvíkurkaupstaður býður upp á sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist. 

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 8 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri.

Bæjarráð samþykkti heimagreiðslur á síðasta fundi sínum og ítrekar jafnframt að áfram verði unnið að því að uppfylla þarfir foreldra um dagvistun barna.

Heimagreiðslur fyrir árið 2026 eru 86,265kr.

Afslættir af grunngjaldi

Afslættir

Einstæðir foreldrar

35%

Námsfólk

35%

Báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi

35%

Starfsmenn við leiksskólann í fullu starfi

35%

Systkinaafsláttur fyrir annað barn

35%

Systkinaafsláttur fyrir þriðja barn

100%

Skólatími er gjaldfrjáls milli kl.07:45 og 14:00, greitt er fyrir vistunartíma milli kl.14 og kl.16.15.
Hægt er að hafa breytilegan vistunartíma eftir kl.14 og er þá greitt hlutfallslega fyrir skráða tíma.

 

Leikskólagjöld í töflu

Klukkustundir Grunngjald Morgunhressing Hádegismatur Síðdegishressing Samtals á mánuði

4

733

3,017

3,749

5

733

3,017

3,749

6

733

3,017

3,749

6.5

8,672

733

3,017

733

13,154

7

17,344

733

3,017

733

21,826

7.5

26,016

733

3,017

733

30,498

8

34,688

733

3,017

733

39,170

8.25*

39,024

733

3,017

733

43,506

*Vistun til 16:15

 

Almennar reglur

Breytingar á vistunartíma þarf að tilkynna fyrir 15. hvers mánaðar og tekur það gildi 1. næsta mánaðar.
Ef barn er fjarverandi vegna veikinda 4 vikur samfellt eða lengur er heimilt að endurgreiða helming af dvalargjaldi gegn framvísan læknisvottorðs.
Fjarvera fatlaðra og/eða langveikra barna er metin sérstakalega í hverju tilviki fyrir sig af fræðslumálaráði að undangenginni skriflegri beiðni foreldra.
Ekki er hægt að kaupa færri en 4 stundir.

Fyrirvari um breytingar á gjaldskrá.

Áskilinn er réttur til endurskoðunar gjaldskrár með tilliti til breytinga á vísitölu launa og/eða neysluverðs.