Fara í efni

Félagsþjónusta

Félagsþjónusta Bolungarvíkur veitir íbúum þjónustu og aðstoð á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Félagsleg ráðgjöf

Félagsleg ráðgjöf felur meðal annars í sér:

  • Upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi
  • Ráðgjöf vegna tilfinningalegs og félagslegs vanda
  • Ráðgjöf vegna sjúkdóma og fötlunar
  • Uppeldisráðgjöf
  • Ráðgjöf vegna skilnaðar, forsjár og umgengni
  • Ráðgjöf vegna áfengis- og vímuefnavanda
  • Valdefling og stuðningur til sjálfshjálpar

Farsæld barna

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 1. janúar 2022. Markmið með lögunum er að tryggja snemmtækan stuðning og tryggja samvinnu allra sem koma að velferð barna, bæði hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum.

Stuðningsþjónusta

Stuðningsþjónusta er veitt samkvæmt reglum Bolungarvíkurkaupstaðar um stuðningsþjónustu. Stuðningsþjónustan er veitt á grundvelli mats á stuðningsþörf til þeirra sem búa á eigin heimilum og þurfa aðstoð vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.

Í stuðningsjónustu getur falist:

  • Aðstoð við heimilishald.
  • Stuðningur við athafnir daglegs lífs.
  • Aðstoð við að sækja sér þjónustu.
  • Stuðningur til að rjúfa félagslega einangrun.
  • Aðstoð við samfélagsþátttöku og virkni.
  • Heimsending matar.
  • Öryggisinnlit.
  • Aðstoð við umönnun barna.
  • Félagslegur stuðningur við barn/börn umsækjenda.

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt reglum bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhagsaðstoð. Einstaklingar og fjölskyldur sem hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum eiga rétt á fjárhagsaðstoð til framfærslu. Tekjulágir foreldrar geta einnig sótt um fjárhagsaðstoð til að greiða fyrir dagvistun, skólamáltíðir eða frístundir barna sinna. Einnig er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna, svo sem áfalls.

Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Þjónustan er veitt samkvæmt reglum Bolungarvíkurkaupstaðar um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Akstursþjónustan er fyrir þau sem eru ófær um að nota almenningsfaratæki og/eða eigin farartæki.

Leiguíbúðir fyrir aldraða og fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Leiguíbúðir Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 20-22 eru ætlaðar fyrir aldraða og fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Úthlutað er í íbúðirnar samkvæmt þessum reglum.

Barnaverndarþjónusta

Barnaverndarþjónusta er byggð á barnaverndarlögum og er markmið lagana að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Almenningi ber skylda til að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, vanrækslu eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Velferðasvið Ísafjarðarbæjar sinnir barnaverndarþjónustu fyrir Bolungarvíkurkaupstað. Starfsfólk barnaverndar veitir upplýsingar og tekur við tilkynningum á dagvinnutíma í síma 450-8000. Utan dagvinnutíma er hægt að ná sambandi við bakvakt barnaverndar vegna bráðatilfella í gegnum neyðarlínuna í síma 112.

Guðný Hildur Magnúsdóttir
Félagsmálastjóri
Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir
Málstjóri farsældar barna