Íþróttamiðstöðin Árbær í Bolungarvík er fjölnota miðstöð fyrir hreyfingu og vellíðan. Aðstaðan býður upp á allt frá íþróttasal og þreksal til nuddþjónustu, sem gerir hana að miðpunkti fyrir heilsueflingu í bænum. Musteri vatns og vellíðunar eða sundlaug Bolungarvíkur er staðsett í íþróttamiðstöðinni.
Í íþróttamiðstöðinni er þjónustuhús fyrir tjaldsvæði Bolungarvíkur.
Gullkort
Gullkort veitir aðgang að sundlaug, sauna og þreksal
Kort
Verð
Gullkort, mánaðarkort
15.600 kr
Gullkort, 3 mánaðarkort
33.700 kr
Gullkort, 6 mánaðarkort
52.000 kr
Heilsubæjarkort/Gullkort, árskort
59.000 kr
Afslættir:
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 50% afslátt af Heilsubæjarkorti
Árskort í sund og Heilsubæjarkort gilda sem afsláttarkort til kaupa á árskortun á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Greiðsludreifing er í boði vegna viðskipta sem nema hærri upphæð en 25.000 kr. Greiðsludreifing er allt að fimm mánuðir.
Þreksalurinn er búinn fjölbreyttum TechnoGym-æfingatækjum sem henta bæði byrjendum og lengra komnum. Í þreksalnum eru einnig til staðar mottur, lóð, ketilbjöllur og önnur tæki til styrktaræfinga.
Gjaldskrá Þreksalur og sund, 1 skipti 1.600 kr Þreksalur og sund, 14 skipti 14.500 kr
Aðgangsskilyrði barna. Börn undir 14. ára aldri hafa ekki aðgang að þreksalnum. Nemendur í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Bolungarvíkur hafa gjaldfrjálsan aðgang.
Íþróttasalurinn í Árbæ er 22x28 metrar.
Hægt er að leigja íþróttasalinn í eina klukkustund í senn fyrir afmæli eða aðra viðburði.
Hægt er að bóka íþróttasalinn með því að hafa samband í síma 456 7381 eða með tölvupósti á sundlaug@bolungarvik.is.
Verð á klukkustund 5.500 kr
Á fimmtudögum kl. 18:20-20:00 og á laugardögum kl. 14:10-16:10 er badminton fyrir fullorðna í íþróttasalnum, og öllum fullorðnum velkomið að koma að prófa.
Badmintonvöllur og sund 3.600 kr
UMFB er með badminton tíma yfir vetrartímann, á föstudögum kl. 16:20-18:0 fyrir krakka og laugardögum kl. 13:20-14:10 fyrir alla aldurshópa.
Í Musteri vatns og vellíðunar er boðið upp á nudd af ýmsu tagi í sérstöku nuddherbergi.
Partanudd (30 mínútur): Áhersla á ákveðið svæði eftir þörfum, t.d. háls, bak eða fætur. Verð: 7.000 kr.
Slökunarnudd (60 mínútur): Endurnærandi nudd með olíu sem mýkir vöðva og dregur úr spennu. Verð: 11.000 kr.
Taílenskt nudd (60 mínútur): Vöðvanudd fyrir íþróttafólk, sem eykur blóðflæði og flýtir fyrir endurbata. Verð: 10.000 kr.
Taílenskt nudd (90 mínútur) með herbal thi: Verð: 15.000 kr.
Tímapantanir: Hafðu samband við Sundlaug Bolungarvíkur í síma 456 7381 eða á sundlaug@bolungarvik.is.