Bolungarvíkurhöfn

Bolungarvíkurhöfn er með kallrás 11.
Þrjár megin bryggjur mynda höfnina.
Nyrst og austast er Brimbrjótur (oft kallaður Brjóturinn) þar sem fiskilöndun fer fram.
Grundargarður lokar höfninni til suð-austurs og þar leggjast stærri bátar að.
Fyrir miðri höfn er Lækjarbryggja þar sem aðallega leggjast að ferðamannabátar og strandveiðibátar og þar suðvestan við eru tvær minni flotbryggjur fyrir smábáta.
Bryggjukantar eru alls 560 m og mesta dýpi við kant er 8,7 m, lengd á þeim kanti er 120 m.
Snúningssvæði í höfn er 9m á dýpt , 90 m í þvermál og dýpi í innsiglingu er 9,5 m.
Yfirhafnarvörður er Stefán Pétur Viðarsson og hafnarstjóri er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri.


Gjaldskrá
Gildissvið.
1. grein
Gjaldskrá þessi gildir fyrir Bolungarvíkurhöfn og er sett skv. heimild 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.
Um hafnargjöld.
2. grein
Við ákvörðun hafnargjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.
3. grein
Af öllum skipum skal greiða gjöld til hafnarsjóðs, ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.
Lestargjöld.
4. grein
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr 19,61 á mælieiningu, skv. 2.gr., en af fiskiskipum þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. Undanþegin greiðslu lestargjalda eru skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi sem þau hljóti ekki aðra þjónustu.
Bryggjugjöld.
5. grein
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 9,29 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Fiskiskip greiða þetta gjald eigi oftar en 26 sinnum í mánuði.
Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum sem mánaðargjald, kr. 100 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr 15.480- á mánuði. Bátar minni en 10 brt. greiði þó aldrei lægra en kr. 10.114- á mánuði.
Gjald fyrir báta er nýta hafnalegu skemur en 10 daga í mánuði reiknast sem hér segir. Fyrir 1-3 daga 25% af mánaðargjaldi, 4-6 daga 50% og 7-10 daga 75%. Fyrir lengri tíma en 10 daga reiknast fullt mánaðargjald.
Bátar 10 – 20 brt, kr. 11.000-á mánuði
Bátar yfir 20 brt, kr.16.000 á mánuði
Þjónustubátar að 50 brt, kr. 30.000 á mánuði
Bátar undir 10 brt sem að ekki leggja upp afla, skemmtibátar og « tuðrur « 14.425kr. fyrir hvern mánuð, innifalið í því er vatns,lestar og sorpgjöld. Fyrir hluta af mánuði greiðist samkvæmt 3. málsgrein 5. greinar.
Gestaskútur og skemmtibátar sem koma til hafnar greiði kr. 3000 fyrir hvern byrjaðan sólahring. ( 20 Evrur )
Skip samkvæmt 2. mgr. 4. gr. eru undanþegin bryggjugjaldi.
Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.
Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem óska eftir langtíma viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.
Skip telst ekki í rekstri hafi það legið lengur en einn mánuð í höfn og ekki greitt önnur gjöld til hafnarinnar næstu þrjá mánuði á undan.
Vörugjöld.
6. grein
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og hér segir.
1. flokkur
Gjald kr. 375,- fyrir hvert tonn.
Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.
2. flokkur
Gjald kr.719,- kr. fyrir hvert tonn.
Lýsi og fiskimjöl.
3. flokkur
Gjald 752 kr. fyrir hvert tonn.
a) Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í 1-3. flokk.
4. flokkur
Aflagjald er 1,55%.
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis. Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.
Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keypta afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu eða Fiskifélags Íslands. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnasjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.
Hámarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 7.879,- fyrir hvert tonn.
Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 280,-
Hafnsögugjöld.
7. grein
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt útlögðum kostnaði.
Festargjöld.
8. grein
Festargjöld fyrir hverja afgreiðslu er kr. 12.993,- m.v. að einn maður sinni þjónustunni. Utan hefðbundins afgreiðslutíma greiðist samkvæmt útkalli.
Sorpgjald.
9. grein
Bátar 0 - 30 brt. kr. 3.014,- á mánuði, fyrir allt að 100 kg sorps/mán. eða 1 m3 / mán. Bátar 30 -50 brt .kr. 4.364,- á mánuði, fyrir allt að 150 kg sorps/mán. eða 1,5 m3 /mán Bátar og skip 50 brt. og yfir kr. 9.054,- á mánuði, fyrir allt að 200 kg sorps/mán eða 2m3 /mán. Farþegabátar greiða samsett sorp- og farþegagjald skv. 14. gr.
Tímagjald hafnarvarðar 13.440 kr. Lágmark ein klst.
Fyrir meiriháttar úrgang og veiðarfæri til förgunar, greiðist samkvæmt gjaldskrá gámastöðvar Bolungarvíkurkaupstaðar.
Haft skal samband við hafarvörð sé um veiðarfæri að ræða.
Verði úrgangur skilinn eftir á hafnarsvæði í óleyfi, verður hann fjarlægður á kostnað eiganda, eigandi er fundinn með hjálp myndavélakerfis, sem nú þegar hefur verið sett upp við höfnina.
Öll veiðarfæri eru á ábyrgð útgerðar og skulu ekki geymd á hafnarsvæðinu.
Hægt er að fá hafnarverði til að fjarlægja úrgang og koma honum á gámastöð gegn greiðslu tímagjalds.
Úrgangs og förgunargjald.
10. grein
Skipstjóri eða eigandi skips sem óskar eftir að láta á land sorp, farmleifar, olíuleifar eða mengandi efni skal óska eftir aðstoð viðurkennds þjónustuaðila, sem höfnin hefur samþykkt að annist móttöku og förgun á ofangreindum úrgangi frá skipum á hafnarsvæði hafnarinnar.
Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningalaust skila útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað er á land.
Skip sem falla utan gr. 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/ 2004 skulu greiða þjónustuaðila kostnað vegna móttöku og förgun á úrgangi. Annist höfn móttöku og förgun á almennum úrgangi skal gjald greitt fyrir þjónustuna samkvæmt grein þessari fyrir hvern rúmmetra úrgangs. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðar umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.
Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi gjöld óháð því hvort þau skila úrgangi í land eða ekki.
Úrgangsgjald:
- 1,0. Úrgangsgjald A á BT.
- 7.312. Úrgangsgjald A, lágmark.
- 58.170 kr.Úrgangsgjald A, hámark.
- 0,336 kr. Úrgangsgjald B á BT.
- 4.724 kr. Úrgangsgjald B, lágmark.
- 28.120 kr.Úrgangsgjald B, hámark.
Förgunargjald:
Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar. Óski skipstjóri eða eigandi skips ekki eftir því að losa rusl skal greiða neðan greint miðað við stærð skips:
0-20.000 BT – 22.496 kr
20.001-50.000 BT – 58.170kr
50.000+ - 84.359 kr
Rafmagnssala.
11. grein
Verð á raforku er kr.22 á kwst. Verðið tekur breytingum samkvæmt breytingum á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða.
Gjald fyrir afnot af föstum tenglum fyrir báta undir 50 brt. er : kr. 2.050,-/mán.
Gjald fyrir afnot af 3ja fasa 63A tenglum eða stærri fyrir báta og skip yfir 50 brt. : kr. 8.194,- /mán
Vatnssala.
12. grein
Bátar undir 30 brt. greiða kr. 1.759,- á mánuði.
Gjald fyrir vatn til skipa yfir 30 brt. er kr. 315-/ tonn vatns.
Lágmarks afgreiðslugjald er það sama og fyrir 10 tonn vatns.
Vigtargjald.
13. grein
Fiskur og fiskafurðir annað en loðna kr. 185 /tonn.
Loðna 92 kr. /tonn.
Lágmarksgjald fyrir vigtun er kr. 1.057,-
Gjald fyrir vigtun ökutækja er kr. 2.115,-
Útkall vigtarmanns er kr. 9.185,- á hverja klst.
Úrtaksvigtununargjald er kr. 13.374,-
Yfirvinna hefst eftir kl. 17:00
Kranagjald.
14. grein
Fyrir hverja löndun greiðist kranagjald að upphæð kr. 1.097,-
Farþegagjald.
15. grein
Farþegagjald er greitt fyrir báta í farþegaflutningum sumarmánuðina, júní – ágúst.
Bátar fyrir 10 farþega eða færri greiða í farþega- og sorpgjald samtals 32.417kr/mán.
Bátar fyrir 11 til 20 farþega greiða í farþega- og sorpgjald samtals 64.695 kr/mán.
Bátar fyrir fleiri en 20 farþega greiða í farþega- og sorpgjald samtals 97.132 kr/mán.
Aðra mánuði greiða farþegabátar sorpgjald skv. 9. gr.
Önnur aðstaða.
16. grein
Grunngjald fyrir aðstöðu fyrir eldsneytisafgreiðslu er 171.800 kr/ári. Auk þess skal greiða 68.389kr/ári fyrir hverja byrjaða 10 m í viðleguplássi
Önnur þjónusta.
17. grein
Opnunartími hafnarvogar er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 alla virka daga. Á öðrum tíma en hér greinir skal greiða að lágmarki fjögurra tíma útkall, kr. 9.189,- fyrir hverja klst. eða að lágmarki kr 36.739,-. Heimilt er að deila útkallsgreiðslu á skip komi fleiri en eitt inn til löndunar á sama
tíma.
Sé óskað eftir þjónustu hafnar eftir kl. 22:00 á virkum dögum og um helgar skal erindi þess efnis hafa borist hafnarstarfsmanni klukkutíma fyrir lokun hafnarinnar.
Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.
18. grein
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.
19. grein
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipagjaldsins. Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.
20. grein
Vörugjöld greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar er úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar gjaldinu. Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í útflutningsbirgðum þess aðila er greiða skal gjöldin
21. grein
Á öll verð skv. verðskrá þessari er lagður 24,0% virðisaukaskattur sbr.3.tl. 3.gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt að undanskildum farþegagjödlum skv. 14. gr.
22. grein
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.
23. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Bolungarvíkurhöfn er samþykkt af hafnarstjórn Bolungarvíkur á fundi dags. og bæjarstjórn Bolungarvíkur á fundi dags. skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 til þess að öðlast gildi frá og með 1. janúar
Samþykkt í bæjarstjórn Bolungarvíkur þann 9.des 2025.
Tekur gildi 1. janúar 202