Fara í efni

Skálavík

Skálavík er friðsæl vík skammt frá Bolungarvík þar sem finna má fallegar gönguleiðir, svartfjöru og kyrrlátt svæði við opið haf, sem gerir staðinn að draumastað fyrir þau sem leita að afskekktum og rólegum stað. 

Skálavík er næsta vík vestan við Bolungarvík, en þar var byggð allt til fimmta áratugar síðustu aldar. Núna er sumarbústaðarland í víkinni og tjaldsvæði. 

Til að komast yfir til Skálvíkur þarf að fara yfir Skálavíkurheiði, en á leiðinni er afleggjarinn upp á Bolafjall, og er tilvalið að heimsækja báða staði í sömu ferð, þar sem þeir bjóða upp á ólíka en magnaða upplifun.

Í Skálavík er tjaldsvæði sem er fullkomið fyrir náttúruunnendur sem vilja vera sem næst náttúrunni í einstöku umhverfi.