Fara í efni

Félagsheimili Bolungarvíkur

Félagsheimili Bolungarvíkur var vígt 14. apríl 1952 og eftir gagngerar endurbætur og viðbyggingu var það enduropnað 14. apríl 2011.

Félagsheimilið í Bolungarvík er búið öllum nútímaþægindum og kröfum um aðgengi fyrir alla. Allt aðgengi fyrir hjólastóla er til fyrirmyndar í öllu húsinu og engin hindrun að ferðast um húsið. Lyfta er á milli allra hæða húsins.

Stór 200 manna aðalsalur er í miðrými hússins og er þar stórt og mikið svið sem hentar vel til tónleikahalds og leiksýninga.

Fullkomið hljóðkerfi er í húsinu, 24 rása mixer og hljóðnemar auk sviðshljóðnema sem t.d. henta vel á leiksýningum.

Ljósakerfi hússins er mjög flott og einfalt í notkun.

Á efri hæð  er 40-50 manna salur sem hentar vel til smærri viðburða.

Skjávarpar eru bæði í aðalsal sem og minni sal.

Tveir barir eru í húsinu, einn í hliðarsal upp af aðalsal og hinn í anddyri við aðalsal.

Anddyri hússins er mjög stórt og er vel til þess fallið að bjóða uppá fordrykk og fyrir standandi veislur. Anddyri hússins tekur auðveldlega 100-150 manns í móttöku.

Félagsheimilið hentar því til ýmissa viðburða, t.d.

  • Brúðkaupsveislur

  • Ráðstefnur

  • Fundir

  • Fermingarveislur

  • Tónleikar

  • Leiksýningar

  • Skemmtanir

  • Dansleikir

  • Fjölskylduviðburðir

  • Ættarmót

  • Jólahlaðborð

  • Skírnarveislur

     

    Arnar Bjarni Stefánsson
    Umsjónamaður Félagsheimilis