Fara í efni

Dýrahald

Upplýsingar um reglur um dýrahald og gjaldskrá má finna hér:

Hundar

Í Bolungarvík þarf að sækja um leyfi fyrir hunda og greiða árlegt eftirlitsgjald sem nemur 13.941 kr. Þetta gjald inniheldur ormahreinsun og tryggingar fyrir hundinn. Sérstakur umsjónarmaður hefur eftirlit með hundum í bænum og sér um að tryggja að reglur séu virtar. Ef hundur sleppur og er handsamaður af umsjónarmanni þarf eigandinn að greiða fyrir fæði, geymslu og handsömunargjald.

Kettir

Kettir í Bolungarvík þurfa að vera undir eftirliti eigenda sinna og ekki valda nágrönnum ónæði. Kattahald er ekki eins takmarkað og hundahald, en eigendur bera fulla ábyrgð á að tryggja að kettirnir þeirra fari ekki í óviðkomandi mannvirki eða eignir.

Birgir Már Jóhannsson
Dýraeftirlit

Gjaldskrá

Sækja þarf um leyfi fyrir alla hunda

 

Skráningargjald

Atriði Krónur

Fyrsta leyfisveiting

18,062

Leyfisveiting eftir útrunninn frest

26,782

Bráðbirgðaleyfi

6,353

Hundahreinsun og tryggingar eru innifaldar í leyfisgjaldi.

 

Af leyfðum hundum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald.

Atriði Krónur

Einn hundur

15,680

 

Handsömunargjald

Atriði Krónur

Handsömun nr. 1

20,907

Handsömun nr. 2

41,815

Handsömun nr. 3

62,723

Handsömun án leyfis

41,815

Gjalddagar eru 15. febrúar og eindagi 15. mars ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

Undanþágur frá leyfisgjaldi

  1. Undanþága vegna minkahunda og smalahunda á lögbýlum.
  2. Undanþága vegna hjálparhunda fyrir fatlaða einstaklinga (t.d. fyrir daufblinda einstaklinga).
  3. Undanþága vegna leitarhunda – samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu.
  4. Leitarhundur er undanþeginn leyfisgjaldi ef viðkomandi hundur hafur að minnsta kosti B viðurkenningu sem útgefin er af viðurkenndum leiðbeinanda. Ljósrit af slíkri viðurkenningu skal afhent við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.